*

Bílar 11. janúar 2013

Sjöunda kynslóð Golf kominn til landsins

Tæplega 30 milljón Volkswagen Golf hafa selst síðan fyrsti bíllinn kom á markað árið 1974.

Róbert Róbertsson

Nýr Volkswagen Golf er kominn til landsins en það er sjöunda kynslóð þessa vinsæla bíls en tæplega 30 milljón eintök hafa selst síðan hann kom fyrst á markað árið 1974. 

Nýr Golf er aflmeiri og sparneytnari en áður. Þessi nýi Golf er 100 kílóum léttari en fyrirrennarinn. Bíllinn er líka talsvert sparneytnari, því hann eyðir allt að 23% minna eldsneyti, sem auðvitað fer eftir vélargerð. Þessi sjöunda kynslóð Golf er einnig væntanleg með BlueMotion-tækni, og í þeirri útgáfu verður eyðslan aðeins 3,2 lítrar af eldsneyti á hundraðið og með þessari vél sendir bíllinn aðeins 85 grömm af CO2 út í andrúmsloftið á hvern ekinn kílómetra

Hvað öryggið varðar þá eru hemlakerfi með árekstarvörn, skriðstillir sem aðlagar sig að akstursaðstæðum, heldur jafnri fjarlægð frá næsta bíl og eyður eða minnkar hraðann í samræmi við flæði umferðarinnar, „aðstoð að framan“ með neyðarhemlun í borgarumferð, og „akreinaaðstoð“ meðal öryggisatriða í sjöundu kynslóð Golf.

Þreytuskynjun í boði

Golf er nú einnig í boði með „þreytuskynjun“, sem fylgist með aksturslagi ökumanns og gefur fimm sekúndna viðvörunarhljóð ef vart verður við ónákvæm viðbrögð vegna þreytu í akstri, jafnfram birtast skilaboð á skjá sem mæla með hvíld fyrir ökumanninn. Snertiskjár er staðalbúnaður í öllum gerðum og algerlega ný kynslóð upplýsinga- og afþreyingarkerfa, sem eru með skjá sem svara handahreyfingum í betur búnu gerðum hins nýja Golf. Hljómtækin eru með inntaki fyrir aukabúnað (þar með talið USB) og eru tilbúin fyrir Bluetooth tengingu farsíma. Nýr Volkswagen Golf verður frumsýndur í Heklu laugardaginn 12. janúar á milli kl. 12-16 og hjá umboðsmönnum um land allt.

Stikkorð: Volkswagen Golf