*

Sport & peningar 22. september 2016

Skattaívilnanir bandarískra leikvanga

36 leikvangar í fjórum stærstu íþróttadeildum Bandaríkjanna hafa fengið skattaívilnanir upp á 3,2 milljarða dala frá árinu 2000.

Samkvæmt nýrri rannsókn hugveitunnar Brookings Institute hugveitunnar hafa 36 leikvangar í fjórum stærstu íþróttadeildum Bandaríkjanna fengið skattívilnanir upp á 3,2 milljarða Bandaríkjadala frá árinu 2000.

Rannsóknin miðaði við úrtak 45 leikvanga sem hafa verið byggðir eða endurbættir frá þeim tíma. Framkvæmdirnar voru fjármagnaðar með sveitastjórnarskuldabréfum (e. municipal bonds), en skattívilnunin er fólgin í því að vextir á slíkum bréfum eru undanþegnir alríkissköttum.

Um er að ræða talsverða kostnaðarhagræðingu fyrir um þrettán leikvanga í NFL-deildinni, tólf í MLB-deildinni, sjö í NBA-deildinni og fjóra í NHL-deildinni, en Yankee Stadium, leikvangur New York Yankees, sparaði hæstu upphæðina.