*

Ferðalög & útivist 25. mars 2013

Skemmtiferðaskip ætlað Gaddafi skírt af Sophiu Loren

Ítalska skemmtiferðaskipið MSC Preziosa var upphaflega ætlað Muammar Gaddafi í Líbíu.

Skipið MSC Preziosa var upphaflega pantað fyrir Muammar Gaddafi og hans stjórn. Skipið sem kostaði 871 milljón dali og hefur 1751 káetur var pantað af syni Gaddafi, Hannibal, og átti að verða upphafið að skemmtiskipaiðnaðinum í Líbíu fyrir uppreisnina árið 2011. Fréttamiðillinn Stuff.co.nz segir frá.

Skipið átti að að koma til Tripólí í desember 2012 og hefði verið fyrsta skemmtiferðaskipið í eigu arabískra aðila. En skipafélagið MSC, fjármagnað af milljarðarmæringnum Gianliugi Aponte keypti hálfklárað skipið eftir uppreisnina í Líbíu. MSC er eitt stærsta skipafélag í heimi.

Svo, í stað þess að sigla um strendur Líbíu var skipið skírt MSC Preziosa nú um helgina af Sophiu Loren og mun sigla um Miðjarðarhafið með heimahöfn í Genóva.

Á skipinu er pláss fyrir 4345 farþega. Þeir geta svamlað um í fjórum sundlaugum, ferðast á milli hæða í 26 lyftum, farið í keilu og sötrað drykki á tuttugu á einum bar.

 

Stikkorð: Ítalía  • Gaddafi  • Skemmtiferðaskip  • Líbía