*

Ferðalög 7. janúar 2014

Skemmtiferðaskipin vinsælli hjá unga fólkinu

Sigling á skemmtiferðaskipi er nýjasta æðið hjá ungu fólki sem vill djamma og djúsa og dansa.

Sífellt fleira ungt fólk getur hugsað sér að fara í frí á skemmtiferðaskipi samkvæmt ferðamálarisanum Abta. Þetta kom fram í könnun sem var gerð á meðal ungs fólks um hvert það langaði helst að fara í sumarfríinu.

Aldrei hefur meira af ungu fólki langað til að fara í siglingu á skemmtiferðaskipi. Í upplýsingum frá Abta, sem hefur meira en 5000 ferðaskrifstofur á sinni könnu, kemur fram að einn af hverjum fimm þeirra sem eru yngri en 25 ára getur hugsað sér að fara í siglingu. Þetta er þrisvar sinnum meira en í fyrra.

Fólk í skemmtiferðaskipaiðnaðinum er ánægt með þróunina og segist fegið að hafa hrist af sér ímyndina um að bara gamlingjar sæki í siglingar. Nú séu skipin meira eins og fljótandi skemmtigarðar og fullkominn staður fyrir djammara að sletta úr klaufunum. The Guardian segir nánar frá málinu hér