*

Ferðalög & útivist 25. febrúar 2016

Skemmtilegt skíðasvæði

Verbier er þekkt fyrir gott næturlíf alla daga vikunnar og mikið er af skemmtilegum stöðum við fjallsræturnar.

Verbier er stærsta skíðasvæðið í Dölunum fjórum (fr. 4 Vallées) í Sviss. Hægt er að fá á tilfinninguna að svæðið sé ekki stórt en því er haldið fram að skíðabrekkurnar séu 400 kílómetrar að lengd og 100 skíðalyftur. Svæðið er eitt vinsælasta „utanbrautarsvæði“ í Evrópu. Hæsti punkturinn á svæðinu er Mont Fort, í 3.330 metra hæð.

Verbier er fallegt og öll þjónusta og aðbúnaður með ágætum. Þar eru margir góðir veitingastaðir og lúxushótel. Það er vinsælt meðal Norðurlandabúa, Breta og auðvitað Svisslendinga. Danska konungsfjölskyldankemurþangað á hverju ári og Andrés Bretaprins og fyrrverandi eiginkona hans, Sarah, eiga þar hús og Richard Branson er þar fastagestur. Þar voru nýríkir Rússar einnig áberandi en þeim hefur fækkað eftir að rúblan og olían hrundu í verði.

Verbier er þekkt fyrir gott næturlíf alla daga vikunnar og mikið er af skemmtilegum stöðum við fjallsræturnar þar sem hægt að leggja skíðunum og vera að fram á nótt.

Nánar er fjallað um Verbier í nýjasta tölublaði Eftir vinnu. Áskrifendur Viðskiptablaðsins geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.  

Stikkorð: Sviss  • Skíði  • Verbier