*

Bílar 15. desember 2013

Skemmtilegur sportjeppi

Q3 fjórhjóladrifni sportjeppinn frá Audi sver sig í ætt þýska lúxusbílaframleiðandans.

Heilformuð og áberandi vatnskassahlífin að framan er eiginlega ættareinkenni Audi um þessar mundir og heilt yfir eru línurnar kraftalegur á þessum netta sportjeppa. Hann er 4,29 metrar á lengd, 1,83 metrar á breidd og 1,60 metrar á hæð að meðtöldum þakbogum. Innanrýmið er laglegt eins og vænta má frá Audi. Stór aðgerðaskjárinn fyrir miðju mælaborðinu er á lömum og rennur upp þegar bíllinn er gangsettur og niður þegar drepið er á honum. Mjög flottur eiginleiki.

Efnisval og aðgengi er með ágætum. Í grunnútfærslunni er hann þokkalega búinn en ekki með leðri og ekki bakkmyndavél en samt er bakkvari. Þetta er hægt að fá í dýrari útfærslunni. Q3 er þokkalega rúmgóður að innan og farangursrýmið er 460 lítrar sem getur svo stækkað upp í 1.300 lítra ef aftursætin eru lögð niður.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.

Stikkorð: Audi Q3