*

Veiði 9. janúar 2014

Skilafrestur framlengdur

Frestur til að sækja um veiðileyfi hjá SVFR hefur verið framlengdur en hann átti að renna út í dag.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur framlengt frest sem félagsmenn hafa til að sækja um veiðileyfi. Fresturinn átti að renna út klukkan 17 í dag en hefur verið framlengdur til klukkan 23.59 á mánudaginn.

„Umsóknum sem skilað er eftir þann frest er úthlutað eftir að fyrstu úthlutun er lokið,“ segir í söluskrá SVFR. Prentuð umsóknareyðublöð eru aðeins send til félagsmanna sem eru 63 ára og eldri. Eindagi veiðileyfa er 1. febrúar en sé keypt fyrir meira en 60 þúsund krónur er hægt að skipta greiðslunni í tvo hluta og er þá greitt 1. mars og 1. apríl.

Stikkorð: Veiði