*

Menning & listir 31. október 2012

Skiptar skoðanir um framtíð Stjörnustríðs

Afþreyingarisinn Disney ætlar að bæta þremur myndum við Stjörnustríðsbálkinn.

Aðdáendur Stjörnustriðsmyndanna eru ekki á einu máli um kosti þess að afþreyingarisinn Disney hafi keypt LucasFilm, framleiðslufyrirtæki George Lucas og yfirráðarétt yfir myndunum um baráttu góðs og ills í geimnum. Stjórnendur Disney eru farnir að bretta upp ermarnar en fyrirhugað er að sýna nýja Stjörnustríðsmynd árið 2015, þá sjöundu í röðinni og fyrstu í nýjum þríleik. Fyrsta myndin verður gerð eftir handriti George Lucas.

Greinahöfundur bandaríska tímaritsins Empire segir m.a. að þegar fréttir bárust af kaupunum hafi hann í fyrstu talið um brandara að ræða. 

Lesendur blaðsins eru beggja blands og óttast margir þeirra að Disney muni búa til afbakaða og barnalegri útgáfu af Stjörnustríðs-bálkinum. Einn þeirra bendir reyndar á að langt sé um liðið síðan Stjörnustríðsmyndirnar hafi tekið að dala, bestu myndirnar hafi verið þær fyrstu, IV A New Hope, sem kom út árið 1977 og The Empire Strikes Back sem frumsýnd var árið 1980. Þá er jafnframt bent á að myndirnar hafi tekið að fjara út í þeirri þriðju þegar blóðtengsl Anakins/Svarthöfða og Loga Geimgengils voru dregið fram. 

Hér má sjá George Lucas ræða um Stjörnustríðsmyndirnar og framtíð þeirra í höndum Disney.

Stikkorð: Stjörnustríð  • Star Wars  • George Lucas