*

Bílar 14. september 2020

Skoda frumsýnir rafbíl

Tékkneski bílaframleiðandinn frumsýnir fyrsta rafbíl fyrirtækisins, en hann er 320 hestöfl, og allt að 510 km drægni.

Fyrsti rafbíll Skoda hefur nú verið frumsýndur. Bíllinn ber nafnið Enyaq og er systurbíll hins væntanlega ID.4 frá Volkswagen.

Enyaq er laglega hannaður og með 130 díóðuljósum í grillinu sem gefur honum mikinn svip eðlilega að framan.

Fyrstu tvær gerðirnar verða iV 60 með 420 km drægi og síðan iV 80 með 510 km drægi.

Skoda hefur tilkynnt að von sé svo á fjórhjóladrifinni útfræslu af bílnum sem nefnist 80x og mun skila um 260 hestöflum.

Aflmesta útfærsla Enyaq verður síðan vRS sem skilar 302 hestöflum og er aðeins 6,2 sekúndur í hundraðið.

Von er á fyrstu bílunum á markað snemma á næsta ári en aflmestu útfræslurnar koma á markað síðar eða í lok árs 2021.