*

Bílar 19. september 2013

Skoda Oktavia er bíll ársins

Skoda Oktavía var valinn bíll ársins 2014 á Nauthóli nú síðdegis.

Skoda Octavia var valinn Bíll ársins á Íslandi 2014 en tilkynnt var um valið á Nauthóli nú rétt í þessu. Það er Bandalag íslenskra bílablaðamanna sem stendur fyrir valinu á Bíl ársins en þetta er í níunda sinn sem það er haldið. Skoda Octavia hlýtur Stálstýrið að launum.

Skoda Octavia var einnig sigurvegari í flokki stærri fólksbíla, Tesla Model S var í öðru sæti og Lexus IS 300 h í því þriðja. Í flokki minni fólksbíla bar Volkswagen Golf sigur úr bítum, Renault Clio var í öðru sæti og Nissan Leaf í því þriðja. Í flokki jeppa og jepplinga stóð Honda CR-V uppi sem sigruvegari, Toyota RAV 4 var í öðru sæti og Ford Kuga í því þriðja.

Alls voru 22 bílar í forvali fyrir Bíl ársins en níu bílar komust í úrslit í þremur flokkum og Skoda Octavia stóð uppi sem sigurvegari.