*

Ferðalög & útivist 11. desember 2013

Skoðaðu heiminn...ókeypis

Ágætis leið til að skoða heiminn er að bjóðast til að passa heimili fólks á meðan það er í fríi.

Í gagnlegri grein á vefsíðu The Guardian er fjallað um kosti þess að passa heimili fólks sem fer í frí. Þannig spari fólk hótelkostnað og fái um leið tækifæri til að búa í stóru húsi á meðan það slakar á og nýtur þess að vera í ókunnugri borg eða bæ í framandi landi.

Oft er innifalið í samningnum að gæta gæludýra og vinna smávægileg verk í garðinum og ganga vel um að sjálfsögðu. 

Vefsíðurnar Mind My HouseTrusted Housesitters og Housesitters America aðstoða fólk við að komast í sambandi. Bæði þau sem vilja gæta heimilis og þau sem þurfa á gæslunni að halda. 

Stikkorð: Ferðalög