*

Ferðalög 8. júlí 2012

Skrautlegir ferðabílar

Bílarnir hjá Happy Campers eru sérútbúnir og hægt er að bæði sofa og elda í þeim. Framkvæmdastjóri segir eftirspurnina mikla.

Happy Campers leigir út 40 skemmtilega skreytta ferðabíla sem bjóða upp á öll grunnþægindi í ferðalagið. Fyrirtækið var stofnað árið 2010 og byrjaði þá með 13 bíla. Mikil aukning hefur því orðið og allt orðið fullbókað fyrir sumarið, að sögn Sverris Þorsteinssonar framkvæmdastjóra. Hugmyndin var sú að leigja út bíla en eftir hrun hefur aðilum með bílaleiguleyfi fjölgað mikið.

„Þarna var hins vegar gat á markaðnum sem við hugsuðum að væri gaman að kíkja á. Þarna gætum við markaðssett litla, meðfærilega og þægilega bíla sem eru einfaldir að keyra en hægt að sofa, borða og elda í,“ segir Sverrir. Bílarnir eru því hugsaðir sem einföldun á ferðalagi og geta tveir til fjórir sofið í bílunum eftir stærð þeirra. „Lykilorð fyrirtækisins er einfaldleiki og því er eitt verð per sólarhring, punktur og basta. Engin aukagjöld, kílómetragjöld eða eftiráreikningar og viðskiptavinunum líkar greinilega þetta fyrirkomulag.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir lið´num tölublöð hér að ofan. 

Stikkorð: Happy Campers