*

Hitt og þetta 20. júní 2013

Skrifstofa fyrir tvo eða borðstofuborð - Myndband

Daniel Liss hefur hannað grip sem getur bæði verið skrifstofa fyrir tvo og borðstofuborð.

Leiga í stórborgum er oft svo há að sumir þurfa að nota sama rýmið undir borðstofuna, sjónvarpsherbergið, skrifstofuna og í sumum tilfellum, svefnherbergið. 

Þá er sniðugt að eiga borð sem getur bæði verið skrifstofa fyrir tvo og borðstofuborð fyrir sex. Hönnuðurinn Daniel Liss hefur einmitt hannað slíkan grip.

Borðið rennur í sundur í miðunni og þar er hægt að draga upp skilrúm. Sjá nánar hér í myndbandi sem finna má á vefsíðunni Gizmodo. 

Stikkorð: Hönnun
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is