*

Hitt og þetta 17. júlí 2013

Skrifstofa í ferðatösku

Hönnuður hefur fundið upp fullkomna lausn fyrir þau sem hafa einhvern tímann hugsað: „Ég vildi að ég gæti flutt skrifstofuna á milli staða."

Ef þú ert alltaf á ferðinni í vinnunni en þarft samt almennilegt skrifborð og stól og lýsingu þá gæti lausnin verið í uppfinningu Tyrone Stoddart. Hann bjó til ferðatösku sem er færanleg vinnustöð.

Í töskunni er skrifborð, lítið kaffiborð, tveir stólar og lampi. Allt sem þarf fyrir heiðarlega skrifstofu. Og kollarnir eru meira að segja tveir svo það er hægt að halda fund og hvaðeina.

Myndband af því hvernig setja má skrifstofuna saman upp úr ferðatöskunni má sjá hér

Stikkorð: Hönnun  • Skrifstofa  • Brilljant  • Sniðugt