*

Tölvur & tækni 28. maí 2014

Skype býður upp á þýðingarþjónustu

Skype Translator mun auðvelda samskipti fólks sem talar mismunandi tungumál.

Skype Translator þýðingarkerfi sem þýðir samtöl á augnabliki mun vera í boði hjá Skype fyrir lok ársins samkvæmt áætlun Microsoft til að yfirstíga tungumálaörðugleika samskiptaforritsins. 

Satya Nadella, framkvæmdastjóri Microsoft, kynnti nýja tilraunaútgáfu á hugbúnaðinum á ráðstefnu í Rancho Palos Verdes í Kaliforníu á dögunum. Samtal var haldið á sviði þar sem tæknin var notuð til þýðingar milli ensku og þýsku með einungis mjög stuttum pásum. Þessi nýji hugbúnaður mun skapa tækifæri til samskipta milli fólks sem áður hefði verið ómögulegt í menntamálum, utanríkismálum hjá tvítyngdum fjölskyldum og í viðskiptum.

Þróunarútgáfa af Skype Translator verður tilbúin seinna á þessi ári en markaðsvaran verður kynnt nokkru síðar. Microsoft hefur fengist við að þróa tölvuþýðingarvél í yfir áratug og hefur þróað það meðferðis tölvu sem greinir raddir. Microsoft forritið Cortana tungumálaaðstoð fyrir Windows síma getur nú þegar greint raddir.

Samkeppnisaðilar Microsoft, Google og NTT DoCoMo eru að þróa svipaða þjónustu en Skype á stærsta markaðinn með 300 milljónum mánaðarlegra notenda sem tala í yfir tvo milljarða mínúta á dag.

Tungumálahindranir hafa oft staðið í vegi fyrir samvinnu og mannleg tengsl en Skype Translator mun hjálpa okkur að yfirstíga þessar hindranir segir Gurdeep Pall, varforseti Skype, í viðtali við Financial Times.