*

Heilsa 28. janúar 2013

Slæmar fréttir auka matarlyst

Ertu lystarlaus? Hlustaðu þá á slæmar fréttir. Viltu grennast? Lestu þá fréttir af dómnum í Icesave-málinu.

Slæmar fréttir láta fólk borða meira samkvæmt nýrri rannsókn á suður-afrísku fréttasíðunni News 24.

Tveir hópar voru rannsakaðir. Annar hópurinn heyrði slæmar fréttir á meðan hinn hópurinn heyrði hlutlausar fréttir. Hópurinn sem heyrði slæmar fréttir át 40% meira en hinn. Og ekki nóg með það. Átglaði hópurinn leitaði frekar í mat sem var hitaeiningaríkur.

Í annarri rannsókn voru tvær skálar af M&M settar á borð. Hópunum tveimur var sagt að í annarri skálinni væru hitaeiningaríkar M&M og í hinni voru fituminni M&M. 

Aftur heyrði annar hópurinn slæmar fréttir á meðan hinn heyrði hlutlausar fréttir. Hópurinn sem heyrði slæmu fréttirnar át 70% meira af hitaeininguríka namminu heldur en hinu. 

Það er ljóst, eftir daginn í dag, að þeir Íslendingar sem eru í megrun geta óhræddir lesið fréttir af Icesave-málinu. 

Stikkorð: Icesave  • Megrun