*

Matur og vín 16. janúar 2018

Slippurinn poppar upp á Apótekinu

Pop Up eventið er ein af mörgum skemmtilegum uppákomum sem starfsfólk Apóteksins stendur fyrir á nýju ári.

Matreiðslumeistarinn Gísli Matthías Auðunsson verður í broddi fylkingar á veitingastaðnum Apótekinu dagana 24. – 28. janúar næstkomandi. Þá daga verður veitingahúsið Slippurinn í Vestmannaeyjum með svokallað Pop Up event og sérstakur sjö rétta matseðill að hætti Gísla á staðnum. Bergdís Örlygsdóttir, einn eigenda Apóteksins, segir uppátækið spennandi og að það sé um að gera að brjóta aðeins upp stemninguna fyrir gesti og starfsfólk staðarins á nýju ári. „Gísli er auðvitað mjög fær á sínu sviði þannig að við vitum vel að þetta verður frábær upplifun. Meðal þess sem má finna á Pop Up seðlinum eru þaraflögur, leturhumar, lamb og skyr, þannig að það verður af mörgu að taka. 

Pop Up eventið er ein af mörgum skemmtilegum uppákomum sem starfsfólk Apóteksins stendur fyrir á nýju ári en hin vinsælu kokteilanámskeið staðarins eru aftur komin á fullt. „Þar sjá margverðlaunaðir kokteilabarþjónar okkar um að kenna áhugasömum nemendum að búa til ýmsa kokteila og að para þá með góðum mat. Kokteilar gera oft góðan mat og skemmtilega stemningu enn betri þannig að þessi námskeið hafa slegið í gegn hjá okkur og við höldum því áfram með þau,“ segir Bergdis. 

Frekari upplýsingar um Pop Up seðilinn og námskeiðin má finna inni á heimasíðu Apóteksins, www.apotekrestaurant.is.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is