*

Tölvur & tækni 17. janúar 2013

Slök spjaldtölvusala hjá Microsoft

Spjaldtölvan frá Microsoft seldist í um einni milljón eintaka á síðasta ársfjórðungi síðasta árs.

Surface-spjaldtölvan frá Microsoft seldist í um einni milljón eintaka á síðasta ársfjórðungi síðasta árs, að því er segir á vefsíðu New York Times.

Það lítur ágætlega út við fyrstu sýn en myndin sortnar aðeins þegar nánar er rýnt í málið. Microsoft stefndi sjálft á að selja tvær milljónir eintaka á tímabilinu og var því töluvert frá því marki.

Þá er samanburðurinn við Apple harkalegur, því þegar nýjasta útgáfan af iPad spjaldtölvunni kom á markaðí nóvember í fyrra seldust þrjár milljónir eintaka á fyrstu þremur dögunum. Alls hefur Apple selt um 100 milljónir iPad tölva. Það er því langt í land hjá Microsoft.