*

Jólin 22. nóvember 2017

Smákökur með hnetusmjöri og Rolo

Gígja Sigríður Guðjónsdóttir skellti í ómótsstæðilegar smákökur.

Matarbloggarinn Gígja Sigríður Guðjónsdóttir sem bloggar fyrir www.gottimatinn.is deildi á dögunum uppskrift af ómótsstæðilegum smákökum sem inniheldur meðal annars hnetusmjör sem er vinsælt innihaldsefni í baksturinn um þessar mundir. Við hvetjum alla til að prófa að baka þessar kökur í aðdraganda jólanna.

Innihald:
100 g smjör
1 bolli hveiti
⅔ bolli púðursykur
3 msk. hnetusmjör (gróft eða fínt)
150 g Rolo (2,5 lengja)
1 stk. egg
½ tsk. salt
½ tsk. lyftiduft
1 tsk. vanilludropar

Uppskriftin gerir um 15 kökur.

Aðferð:

Ofninn er hitaður í 180 gráður og blástur.

Smjörið er brætt í potti.

Næst er smjörinu og púðursykrinum blandað saman og hrært vel.

Eggi og hnetusmjöri er síðan bætt út í og næst restinni af innihaldsefnunum.

Það er fínt að skera Rolo-ið í tvennt eða smærra.

Deigið er sett í skál og inn í ísskáp í klukkustund.

Næst eru mótaðar litlar kúlur, fínt að ýta aðeins niður á kúlurnar með skeið áður en þær fara inn í ofn. Það mun líklega leka aðeins af karamellunni út fyrir kökurnar en það er allt í lagi það er nóg af henni inn í kökunum.

Kökurnar fara í ofninn í 10-12 mínútur og kældar í 10 mínútur áður en þær eru teknar af plötunni.

Sjá nánar hér: http://www.gottimatinn.is/uppskriftir/kokur/smakokur/smakokur-med-hnetusmjori-og-rolo-sukkuladi/1133