*

Bílar 23. desember 2016

Smárúturnar hasla sér völl

Iveco Daily kynntar til leiks sem fullbyggðar smárútur á íslenskum markaði.

Róbert Róbertsson

Iveco Daily vann titilinn Van of The Year 2014 og á þessu ári kynnti BL þessa bíla sem fullbyggðar smárútur á íslenskum markaði. Þær munu fara í harða samkeppni við smárútur eins og MercedesBenz Sprinter sem hefur haft gríðarlega sterka stöðu hér á landi í þessum flokki bíla.

Smárútur eru svolítið sérstakur kapítuli í rútuheiminum þar sem enginn af stóru framleiðendunum byggir þessa bíla alla leið í sínum verksmiðjum heldur senda þeir bílana frá sér til ábyggingaraðila á mismunandi stigum framleiðslunnar.

,,Sérstaða Iveco Daily er fólgin í því að bílarnir eru byggðir á grind. Þetta þýðir að undirvagn bílanna er öflugri og veghæðin meiri en gerist og gengur í þessum flokki bíla. Hjólabúnaður og fjöðrunarkerfi Iveco Daily er mjög öflugt og þolir vel okkar íslenska vegakerfi sem, eins og oft hefur komið fram í opinberri umræðu, hefur lið- ið fyrir fjárskort til viðhalds og endurbóta mörg undanfarin ár. Allir flutningar á landi, hvort sem er vöru- eða fólksflutningar, þurfa að takast á við þetta vegakerfi og flestir sem í þessu standa eru sammála um að ekki veiti af öflugum bílum í þennan rekstur,“ segir Sveinn M. Sveinsson, sölustjóri Iveco hjá BL.

Með meiri leyfilegan heildarþunga  

Iveco Bus býður bíla sína með meiri leyfilegum heildarþunga en samkeppnisaðilar því framleiðandinn getur boðið stærri boddí með meira plássi fyrir farþega. ,,Almennt geta keppinautar Iveco Bus ekki boðið bíla með meira en 5,6 tonna heildarþunga og eru þar með komnir á ystu mörk burðargetu sinnar við 19 farþega bíla. Iveco Bus geta boðið 6,1 tonn eða 6,5 tonn í heildarþunga á bílum sem eru byggðir með fjöldaframleiddri stál yfirbyggingu frá þeirra verksmiðju og geta rúmað allt að 22 farþega auk leiðsögumanns og bílstjóra en þetta er yfirleitt kallað 22+1+1,“ segir hann.

 

Stikkorð: Iveco Daily  • Smárútur