*

Menning & listir 4. október 2016

Smásálarleg misnotkun á valdi

Forsetar Bandaríkjanna hafa misbeitt valdi sínu á smásmugulegan hátt. John F. Kennedy er einn þeirra.

Forsetar Bandaríkjanna hafa sumir misbeitt valdi sínu og það á sérstaklega smásmugulegan hátt. Vald getur stgið fólki til höfuðs og er því ekki að undra að þeir sem gegnt hafa embætti Bandaríkjaforseta hafa á stundum misbeitt valdi sínu. Það sem kemur á óvart, þegar rýnt er í sögu Bandaríkjanna er hversu smásálarleg þessi misbeiting valds getur orðið. Lyndon B. Johnson, sem tók við af John F. Kennedy sem forseti eftir að hinn síðarnefndi var myrtur, fannst til dæmis ekkert skemmtilegra en að neyða aðra karlmenn til að horfa á sig kasta vatni á salerni Hvíta hússins. Nokkrir forsetar hafa gengið öðrum framar í smásálarlegri hegðun.

Eiginmaðurinn

John F. Kennedy er nú frægur fyrir að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni eins og hann fengi borgað fyrir það, en það er hins vegar ekki fyrr en á seinni árum þar sem umfang framhjáhaldsins hefur komið almennilega í ljós. Hann hélt ekki aðeins við frægar konur eins og Marilyn Monroe, heldur átti hann það til að fá til sín vændiskonur í Hvíta húsið og taka af þeim myndir. Hann gat að sjálfsögðu ekki farið með filmuna í framköllun eins og venjulegt fólk, heldur sendi hann öryggisverði sína með filmurnar í innrömmun og lét framkalla. Það sem gerir þetta enn verra, ef þessi notkun á öryggisvörðunum er ekki nógu slæm, er að hann lét sama fólk framkalla þessar myndir og sá um að ramma inn myndir fyrirforsetafrúna, Jacqueline Kennedy.

Stikkorð: Bandaríkin  • Forsetar  • Bandaríkin  • smásál