*

Tölvur & tækni 30. ágúst 2014

Smíða kínverskt stýrikerfi

Kínverjar ætla að hella sér út í samkeppni við Microsoft, Apple og Google.

Von er á að nýtt kínverskt stýrikerfi komi út í Kína í október til höfuðs stýrikerfum bandarísku tæknirisanna Microsoft, Apple og Google. Þessu greinir Reuters og kínverska fréttastofan Xinhua frá.

Stýrikerfið mun fyrst koma út fyrir einkatölvur en að lokum eiga sér hliðstæðu fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Að sögn Ni Guangnan, sem leiðir framleiðsluferli stýrikerfisins, er þess vænst að það muni koma í staðinn fyrir vinsælustu stýrikerfi dagsins í dag í Kína innan tveggja ára.

Í mars á síðasta ári bönnuðu kínversk yfirvöld notkun á Windows 8 stýrikerfinu á meðal ríkisstarfsmanna auk þess sem þau kvörtuðu yfir yfirráðum Google á farsímamarkaði en að sögn Ni skapaði bannið mikið svigrúm fyrir kínverska frumkvöðla á þessu sviði.

Stikkorð: Microsoft  • Apple  • Google