*

Ferðalög & útivist 23. september 2013

Snákur um borð

Pínulítill snákur gerði það að verkum að 370 manns urðu strandaglópar í Sydney.

Boeing 747 frá Qantas flugfélaginu á leið frá Sydney til Tókýó fór hvergi vegna þess að lítill snákur fannst um borð.

Í tilkynningu frá flugfélaginu Qantas kom fram að lítill 20 sentimetra snákur hafi fundist í farþegarýminu nálægt útganginum rétt áður en farþegar hugðust fara um borð í vélina. 

Farþegarnir, sem voru 370 talsins, þurftu að gista á hótelum í nágrenni við flugvöllinn. Þeir fóru síðan áleiðis til Tókýó morguninn eftir með annarri vél.

Snákurinn litli fór hins vegar hvergi og var fluttur í einangrun. News 24 segir frá málinu á vefsíðu sinni í dag

Stikkorð: Qantas Airways  • Vandræði  • Vesen  • Rugl