*

Bílar 10. apríl 2017

Snarpur, fjórhjóladrifinn örjeppi

Suzuki Ignis kom fyrst fram árið 2000 en í núverandi mynd kom hann gerbreyttur á markað í fyrra. Hann var kynntur fyrr á þessu ári hjá Suzuki í Skeifunni.

Guðjón Guðmundsson

S ú var tíðin að í boði voru nokkrar gerðir smábíla með lítilli vél og fjórhjóladrifi. Menn muna kannski eftir Subaru Justy og Suzuki Alto. Suzuki hefur reyndar sérhæft sig í framleiðslu lítilla, fjórhjóladrifinna bíla og kom sá fyrsti, LJ, á markað 1970 með tveggja strokka tvígengisvél, 25 hestafla. Nú býður Suzuki fjórar gerðir með ALL GRIP fjórhjóladrifskerfinu, þ.e. Ignis, SX4 SCROSS, Swift, Jimny og Vitara.

Gjörbreyttur bíll

Framan af var Ignis fremur óspennandi útlits, að mati undirritaðs. Kassalaga og eiginlega lítt fyrir augað. Breytingin sem gerð var á bílnum á síðasta ári er dramatísk. Þetta er í raun alveg nýr bíll og á lítið skylt við fyrri gerðir.

Hann er þó ennþá dálítill kubbur í laginu en með svölum útlitsatriðum eins og stórum hjólaskálum, stórri gluggalínu sem minnir á Swift og hárri þaklínu. Ofan og aftur af afturhurðum eru þrjár litlar rifflur sem hafa sennilega eitthvað með loftfræðilega hönnun að gera, en setja líka sérstakan svip á þennan annars óvenjulega og laglega smábíl.

18 sm undir lægsta punkt

Ignis er ekki nema 3,7 m á lengd en hjólin eru eins framarlega og aftarlega og hugsast getur þannig að slútun er lítil sem engin. Fyrir vikið er líka innanrýmið nýtt til fullnustu. Hjólhafið er 2,44 m. Þetta ásamt talsverðri veghæð, 18 cm, gefur honum dálítið kraftalegt og sportlegt útlit. Sumir vilja reyndar kalla Ignis míkrójeppa því hann kemur vissulega með Allgrip fjórhjóladrifinu. Það er ekki sítengt í þessari útfærslu heldur byggir á seigjutengslum sem dreifir vélarátakinu með sjálfvirkum hætti til afturhjólanna þegar það skynjar að framhjól missir veggrip. Í GLX útfærslunni sem var prófuð kemur hann líka með LED aðalljósum með dagljósabúnaði, á 16 tommu, pússuðum álfelgum og með krómi við rúður, þokuljós og grill.

Nánar er fjallað um málið í Viskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð. 

Stikkorð: Suzuki  • reynsluakstur  • Ignis