*

Bátar 29. október 2012

Snekkja Steve Jobs loksins tilbúin

Stofnandi Apple eyddi sex árum í hönnun snekkjunnar Venus en hann lést fyrir ári. Skipið er sagt líkjast tæki frá Apple.

Skipasmiðirnir hjá Federship í Hollandi hafa lokið við smíði snekkju fyrir Steve Jobs, forstjóra og annan stofnenda Apple. Jobs hannaði snekkjuna, sem hlotið hefur nafnið Venus, í félagi við franska hönnuðin Pillipe Starck. Fram kemur í ævisögu Jobs sem kom út á síðasta ári að hann hafi unnið einn að hönnun snekkjunar í sex ár áður en hann lést fyrir ári. Fjölskylda Jobs vígði snekkjuna og gaf hverjum skipasmið iPod Shuffle að gjöf í tilefni þessa.

Bandaríska blaðið The Atlantic Wire segir snekkjuna reyndar líkjast einu af tækjum og tólum frá Apple en báti. Hún er á bilinu 70 til 80 metrar á lengd og byggð úr áli sem skilar því að hún er léttari en aðrir bátar. Hefði Jobs ekki látist fyrir ári síðan hefði hann getað látið fara vel um sig í snekkjunni en á þilfari hennar er m.a. innbyggður heitur pottur. Þeir sem þurfa að ljúka einhverri vinnu í netheimum úti á reginhafi þurfa ekki að örvænta en í stýrishúsinu, sem er úr gleri, eru sjö iMac-tölvum með 27 tommu skjá og sjá þær um stjórnun skipsins. 

The Atlantic Wire segir snekkjuna nokkuð úr takti við annað í daglegu lífi Jobs. Þrátt fyrir ríkidæmi bjó hann í venjulegu húsi í Palo Alto í Kaliforníu en ekki í glæsivillu í fjalllendi eins og nokkrir af kollegum hans og félögum í milljóneraklúbbnum. Þá ók hann um á Mercedes Benz. Blaðið tekur fram í umfjöllun sinni ekki gera lítið úr þessum glæsikerrum en bendir á að miðað við auðlegð Jobs hefði hann vel haft efni á því að kaupa sér Maybach, Bentley eða Aston Martin. Þá segir í grein The Atlantic Wire að fjölskyldan hefði vel getað gert betur við skipasmiðina en raunin var og gefið þeim iPod Touch í stað litla spilarans.

Hér má sjá myndband af snekkjunni.

Stikkorð: Apple  • Steve Jobs