*

Tölvur & tækni 3. júní 2012

Snillingar sigtaðir út

Á Hakkaþoni í Háskólanum í Reykjavík var keppst um að finna eða búa til lausnir með því að forrita sig í gegnum ákveðin verkefni.

Á þriðjudaginn fór fram svokallað Hakkaþon í Háskólanum í Reykjavík. Hakkaþonið var hluti af Startup Iceland ráðstefnunni sem fór fram á Ásbrú á Keflavíkurflugvelli í gær og fjallað er um hér framar í blaðinu. Hakkaþonið fer þannig fram að keppendur fá „vandamál“ í hendur sem þeir þurfa að leysa með því að forrita sig í gegnum það og finna eða búa til lausnir. Algengt er að hugbúnaðarfyrirtæki haldi slíkar keppnir og ein helsta nýliðun á forriturum í Bandaríkjunum

Hakkaþon eða hakkkeppnir njóta orðið mikillar vinsælda.

Sigurvegarar Hakkaþona eiga oftast fyrir sér bjarta framtíð í hugbúnaðargeiranum. Erlendis landa menn stórum samningum eftir að hafa sigrað í svona keppnum.

Hér eru aðilar frá Tölvuskýi að nota tölvu sem kostar aðeins $35, en hefur að miklu leyti sömu afkastagetu og góð heimilistölva. Ein af áskorunum Hakkaþonsins var að leysa verkefni með þessari tölvu.