*

Tölvur & tækni 17. nóvember 2012

Snjallasímaforrit fyrir Crossfit-ara

Nýtt snjallsímaforrit á að halda utan um árangur iðkenda CrossFit.

Snjallsímaforritið Wodboard er væntanlegt á næstu mánuðum. Þeir Magnús Berg Magnússon, Jökull Sólberg Auðunsson og Hilmar Birgir Ólafsson eru að vinna að þessu forriti en þeir eiga sprotafyrirtækið Wodboard. Wodboard er ætlað fyrir vef og snjallsíma og á að halda utan um árangur iðkenda í CrossFit.

Í dag eru um 4000 CrossFit iðkendur víða um heim sem halda utan um æfingarnar sínar á www.wodboard.com. Magnús Berg og Jökull starfa báðar á auglýsingastofunni Jónsson & Le’macks.

Stikkorð: Wodboard