*

Tölvur & tækni 7. febrúar 2012

Snjallasta vél heims smíðuð úr 90 netþjónum

Snjallasta vél heims tekur rými á við 10 ísskápa og hefur vinnsluminni fyrir 200 milljónir blaðsíðna.

„Stórtölvan Watson er engin smásmíði. Hún er smíðuð úr 90 IBM Power 750 netþjónum, er með 16 terabæti af vinnsluminni og 2880 örgjörvakjarna, sem allir vinna hliða,“ segir Anton M. Egilsson, sérfræðingur frá Nýherja. Hann fjallar um tölvuna og framtíð stórölda á komandi árum á tölvu- og tækniráðstefnunni UTmessan sem hefst á fimmtudag og er haldin á Grand Hóteli. Þetta er annað árið í röð sem ráðstefnan er haldin.

Watson-tölvan er sögð búa yfir byltingakenndum algóriþma og getur hún framkvæmd 90 trilljón aðgerðir á sekúndu.

Í tilkynningu frá Nýherja kemur fram að hún hafi unnið sér það til frægðar að hafa unnið tvo bestu keppendum í bandaríska spurningaþættinum Jeopardy.

Watson-tölvan er nú nýtt við sjúkdómsgreiningar í bandarísku heilbrigðiskerfi.

Stikkorð: UTmessa