*

Tölvur & tækni 1. mars 2015

Snjallúr á leiðinni frá LG og Huawei

Tveir nýir símaframleiðendur ætla að reyna fyrir sér með framleiðslu á snjallúrum.

Tæknifyrirtækin LG og Huawei hafa bæði kynnt til sögunnar snjallúr í anda snjallúrsins sem Apple mun setja á markað í apríl. LG mun annars vegar setja á markað úr sem keyrir á Android stýrikerfinu og hins vegar dýrara úr með 4G símakorti og nýju stýrikerfi. Hægt verður að nota síðarnefnda úrið til að hringja símtöl og senda textaskilaboð án þess að tengja úrið við síma.

Huawei úrin eru Android úr og verða með stærri skjá en LG úrin, að því er segir í frétt BBC.

Eftispurn eftir snjallúrum hefur ekki verið í takt við væntingar, en aðeins seldust um 720.000 slík úr með Android stýrikerfinu í fyrra. Framleiðendur vonast hins vegar til þess að útgáfa Apple úrsins verði til þess að vekja athygli neytenda, enda mun Apple verja háum fjárhæðum til að markaðssetja úrið.

Stikkorð: Huawei  • LG  • Snjallúr