*

Veiði 19. maí 2013

Snjóþyngsli slæm fyrir rjúpuna

Rjúpnaveiðimenn hafa áhyggjur af því að veðurfarið á Norðurlandi hafi haft slæm áhrif á varpið.

Snjóþungt hefur verið á Norðurlandi í vetur og óttast rjúpnaveiðimenn að þær stórhríðir sem undanfarið hafa gengið yfir geti orðið slæmar fyrir rjúpnavarpið.

Varptími rjúpu er á tímabilinu maí til júlí. Snjóþyngsli geta frestað varpi rjúpunnar eða skapað erfiðar aðstæður fyrir þá fugla sem verpa.

Staða rjúpnastofnsins hefur verið slök síðustu ár en samkvæmt Náttúrufræðistofnun Íslands eru jafnan tíu til tólf ár á milli hámarksára í stærð stofnsins. Á síðasta ári var áætlaður veiðistofn rjúpunnar 390 þúsund fuglar en til samanburðar var stofninn áætlaður 810 þúsund fuglar árið 2009.

Stikkorð: Skotveiði  • Rjúpnaveiði  • Rjúpur