*

Bílar 25. maí 2015

Snoppufríður sportjeppi

Mercedes-Benz hefur breikkað framleiðslulínuna til að ná til sem flestra kaupenda

Þetta er nettur og laglegur sportjeppi sem lúxusbílaframleiðandinn í Stuttgart setur á markað til að etja kappi við BMW X1, Audi Q3 og hinn breska Range Rover Evoque. Þetta er fyrsti bíllinn sem Mercedes-Benz framleiðir í þessum stærðarflokki og hefur hann fengið góðar und- irtektir hér heima sem erlendis. 

 Bíllinn er laglega hannaður og svipar mjög til A-Class og CLA fólksbílanna og þá sérstaklega í innanrýminu sem er mjög sportlegt. Þar eru loftrúðurnar mjög áberandi sem og upplýsingaskjárinn. Innanrýmið er vandað eins og búast má við af framleiðandanum, allur frágangur góður og efnisval sömuleiðis.

Framleiðandinn er svipsterkur með áberandi framljósum og heildarsvipurinn er sportlegur. Bíllinn er stærri að innan en búast má við og plássið er ágætt. Það fer vel um ökumann og farþega frammí og sömuleiðis um tvo afturí. Það þrengir þó aðeins ef þrír fullvaxnir sitja þar eins og í mörgum af sportlegri bílum nútímans. Það er þokkalegt pláss í farangursrýminu en eykst að sjálfsögðu til muna ef aftursætin eru felld niður.

 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Mercedes Benz