*

Tíska og hönnun 14. febrúar 2014

Raðhús sem þarfnast lagfæringar á tvo og hálfan milljarð

Gamalt en glæsilegt raðhús í London er til sölu fyrir þrettán milljón pund.

Endaraðhús við Tregunter Road í London er til sölu fyrir 13 milljón pund eða tæpan tvo og hálfan milljarð króna.

Húsið er um 470 fermetrar og er í miklum hluta í upprunalegum stíl. Í fasteignaauglýsingunni er tekið fram að eignin þarfnist lagfæringar svo það fyrsta sem nýir eigendur þyrftu að gera eftir að hafa borgað 2,5 milljarð króna fyrir raðhúsið er að fara í flísabúðina, skoða parkett, teppaprufur og fleira gott.  

Herbergin í húsinu eru stór og lofthæðin mikil. Gengið er inn í stóra móttökustofu á fyrstu hæðinni. Svefnherbergin eru fjögur og baðherbergin sex. Garðurinn er afgirtur og pláss er fyrir tvo bíla í innkeyrslunni. Sjá nánari upplýsingar á fasteignavef Sotheby´s. 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • Raðhús