*

Bílar 2. desember 2013

Snotur hugmyndajeppi frá Volkswagen

Volkswagen hefur kynnt borgarjeppann CrossBlue Coupe Concept til sögunnar.

Róbert Róbertsson

Volkswagen sýndi snotran sportjeppa á bílasýningunni í Los Angeles á dögunum. Sportjeppinn, sem enn er á hugmyndastigi og kallast CrossBlue Coupe Concept, var reyndar frumsýndur á bílasýningunni í Shanghæ í Kína fyrr á árinu.

CrossBlue Coupe Concept fremur lágbyggður og sportlegasti borgarjeppi sem Volkswagen hefur smíðað. með nútímalegri aflrás og hestaflafjöldinn ætti að duga langflestum.

Aflrásin er mjög nútímaleg því auk þriggja lítra V6 forþjöppuvélar, er hann með tveimur rafmótor sem skila 53 og 113 hestöflum. Samtals er aflið því 409 hestöfl og togið 700 Nm sem fer annað hvort til framhjólanna, afturhjólanna eða allra fjögurra hjóla bílsins, allt eftir aðstæðum hverju sinni. Hann er með 6 gíra, tvíkúplandi gírkassa.

CrossBlue Coupe Concept eraðeins 5,9 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið og hámarkshraðinn er takmarkaður við 236 km/klst. Ökudrægið fyrir rafmagni einu saman er 33 km.