*

Hitt og þetta 6. september 2013

Sofia Vergara launahæsta leikkonan í sjónvarpi

Sofia Vergara er launahæst þegar tekjur leikkvenna í sjónvarpi fyrir árið eru skoðaðar.

 Sofia Vergara er launhæsta leikkonan í bandarísku sjónvarpi annað árið í röð.

Sofia leikur Gloriu í sjónvarpsþáttunum Modern Family sem slegið hafa í gegn um allan heim. Á síðasta ári var hún með 30 milljónir dala í laun en auk þess að leika í þáttunum vinsælu er hún andlit ýmissa vörumerkja.

Forbes Celebrity 100 list skoðar tekjur leikara og annarra í skemmtanaiðnaðinum frá júní 2012 til júní 2013. Samanlagðar tekjur tuttugu launahæstu leikkvenna í sjónvarpi voru 183 milljónir dala. 

Sjá nánar á Forbes.com um leikkonurnar efnuðu

Stikkorð: Forbes.com  • Modern Family  • Sofia Vergara