*

Ferðalög & útivist 9. desember 2013

Sofnaði um borð í flugvél og gleymdist

Tom Wagner dottaði um borð í flugi og þegar hann vaknaði var hann einn í vélinni og læstur inni.

Bandaríkjamaðurinn Tom Wagner leið sennilega eins og Palla sem var einn í heiminum þegar hann vaknaði um borð í flugvél og áttaði sig á því að hann var einn um borð og búið að læsa vélinni.

Enginn af hinum farþegunum eða áhöfn flugfélagsins ExpressJet hafði tekið eftir honum þegar vélin lenti. Hann var á leið frá Louisiana til Kaliforníu að heimsækja systur sína þegar óhappið átti sér stað. Vélin millilenti í Houston í Texas, farþegarnir fóru frá borði og í aðra vél, allir nema Wagner.

Hann hringdi í kærustu sína sem hélt að hann væri að grínast. Hann bað hana að aðstoða sig við að ná í hjálp og láta vita af sér. Hálftíma síðar kom starfsfólk um borð og þeim brá vitanlega í brún að sjá farþega enn um borð.

United Express, móðurfélag ExpressJet, rannsakar málið. Af Wagner er það að frétta að hann komst loks til Kaliforníu en fékk  250 dollara gjafabréf í skaðabætur.

Stuff.co.nz segir frá raunum Tom Wagner hér. 

Stikkorð: Flug  • Rugl  • Örvænting