*

Tölvur & tækni 24. febrúar 2012

Söfnuðu 250 milljónum á netinu fyrir tölvuleik

Nokkrir listamenn hafa notað síðuna Kickstarter til að safna fyrir ferðum hingað til lands.

Tölvuleikjaframleiðandinn Double Fine Productions fór óvenjulega leið í leit að fjármagni fyrir nýjasta leikinn sinn. Í stað þess að fara til áhættufjárfesta, englafjárfesta eða að reiða sig á greiðslukortið óskuðu aðstandendur fyrirtækisins eftir fjárfestum á vefsíðunni Kickstarter.

Vildu þeir fá 400.000 dali en hafa nú þegar safnað ríflega tveimur milljónum dala þegar enn er hálfur mánuður eftir af söfnuninni. Kickstarter býður fólki upp á að leggja til fjárhæðir í verkefni sem geta verið mjög lágar og mjög háar, allt eftir greiðslugetu. Nokkrir listamenn hafa t.d. notað síðuna til að safna fyrir Íslandsferðum.

Stikkorð: Kickstarter