*

Tíska og hönnun 19. mars 2013

Sögufræg 19. aldar höll í Tyrklandi til sölu

Fimm hæða höll við Bosporussund er til sölu í Tyrklandi.

Til sölu er gullfalleg og merkileg höll í Baltalimani, RumeliHisari  í Tyrklandi. Höllin var byggð á síðari hluta 19. aldar og var teiknuð af franska arkitektinum Alexandre Vallaury að beiðni Müsir Zeki Pasha sem var ráðherra undir stjórn soldánsins Abdulhamit II. 

Höllin sem er í barokkstíl er án efa ein merkasta höllin við Bosporussund sem Norrænir menn kölluðu fyrr á öldum Sæviðarsund. Hún er á fimm hæðum og er 3000 fermetrar á stærð. Í höllinni eru 23 svefnherbergi og átta baðherbergi. Garðurinn er 4000 fermetrar. 

Það kostar sitt að lifa eins og tyrkneskur ráðherra á 19. öld en höllin kostar 115 milljónir dala eða tæpa 14,5 milljarða króna. Nánari upplýsingar um höllina má finna hér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • Tyrkland