*

Tíska og hönnun 18. febrúar 2013

Herragarður til sölu í Svíþjóð

Fyrir utan Stokkhólm er sögufrægt setur til sölu fyrir 1,3 milljarða íslenskra króna.

Hér er aldeilis huggulegt hús komið á markaðinn fyrir þá sem vilja stórar jarðir, náttúrufegurð og sögu en herragarðurinn Lennartsnas er til sölu.

Húsið er yfir 2000 fermetrar svo það ætti að vera nóg pláss fyrir gesti. Þeir geta valið á milli tuttugu svefnherbergja og sex baðherbergja. Og gleymum ekki tennisvöllum, hesthúsum, lystigörðum og einkabryggju svo fátt eitt sé nefnt.

Herragarðurinn er á Mäleren-vatnasvæðinu og kostar rúma 1,3 milljarða íslenskra króna. Sotheby´s kynnir eignina til leiks á vefsíðu sinni

Herragarðurinn heitir í höfuðið á Lennart Torstensson. Sonur hans, Andes Torstensson greifi, erfði húsið. Hann gaf síðan dóttur sinni, Grétu Magdalenu Torstensson húsið en hún dó 1747 og þar með dó ættleggurinn út. Árið 1759 seldu erfingjar hennar herragarðinn til kaupmannsins Henrik König. Árið 1769 seldi Köning húsið til aðalsmannsins Gustaf Wachschlager. Hann byggði við húsið árið 1789 en kláraði ekki verkið. Þegar hann dó erfði barnabarn hans herragarðinn, Gustaf Göran Gabriel Oxenstierna sem seldi húsið baróninum Curt Gustaf af Ugglas. Húsið er enn í eigu erfingja hans og er einkaheimili í dag.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Svíþjóð  • Fasteignir