*

Matur og vín 19. maí 2013

Söguleg stigagjöf

Skoska viskíið frá Highland Park fékk fullt hús stiga í vínsamkeppni fyrr á árinu.

Skoska viskíið frá Highland Park, sem margir íslenskir vískíunnendur kunna að meta, sló í gegn í virðulegri vínsamkeppni að nafni Ultimate Spirits Challenge í mars á þessu ári. Fékk 25 ára viskíið frá Highland Park fullt hús stiga, eða 100, sem hefur aldrei gerst áður í keppninni samkvæmt vefsíðunni examiner.com.

Ekki nóg með það heldur fékk 30 ára viskíið 97 stig, 12 ára 96 stig og 18 ára 95 stig. Tólf ára viskí frá Highland Park kostar 10 þúsund krónur í ÁTVR.

Stikkorð: Viskí  • Highland Park