*

Menning & listir 23. ágúst 2013

Söluhæstu listakonurnar

Yayoi Kusama frá Japan er söluhæsta núlifandi listakonan.

Artnet birti á dögunum lista yfir söluhæstu listakonur heims í samstarfi við Bloomberg fréttaveituna. Samkvæmt honum er söluhæsta listakona allra tíma bandaríski málarinn Joan Mitchell, en verk eftir hana hafa selst fyrir tæpar 240 milljónir Bandaríkjadollara samtals á uppboði.

Söluhæsta núlifandi listakonan er hins vegar hin japanska Yayoi Kusama, en verk hennar hafa samtals verið boðin upp fyrir 127,7 milljónir dollara. Þótt listinn gefi til kynna að kynjabilið fari minnkandi liggur ljóst fyrir að þær eiga langt í land með að ná karlkyns kollegum þeirra á uppboðsmarkaði.

Stikkorð: Artnet  • Yayoi Kusama