*

Menning & listir 12. febrúar 2013

Söng um blankheit fyrir íslenska athafnamenn

Útásarvíkingur bauðst til að greiða skólagjöld Ragnheiðar Gröndal eftir að hafa heyrt hana syngja um blankheitin.

Ragnheiður Gröndal söngkona hefur verið vinsæl hjá þjóðinni í mörg ár og sungið víða. Viðskiptablaðið náði tali af henni og fékk að heyra hver ætli hafi verið óvenjulegasta árshátíðin sem hún hefur tekið þátt í.

„Ég söng einu sinni á árshátíð í New York árið 2007. Þar söng ég fyrir hóp af fólki úr Íslensk/ameríska viðskiptaráðinu ef ég man rétt. Salurinn var fullur af háttsettum mönnum úr íslenska viðskiptalífinu. Þeir voru samt voða stilltir greyin á meðan ég söng og spilaði dramatísk og frumsamin lög á pínaóið af mikilli innlifun. Textarnir fjölluðu um hvað ég væri blönk og þjáður listamaður að reyna að meika það í rándýrum skóla í New York. Kvöldið endaði auðvitað á því að einn af útrásarvíkingunum okkar bauðst til að greiða skólagjöldin fyrir mig. Ég tek það fram að ég afþakkaði boðið. En þetta kvöld var sko ekki neinn listrænn afsláttur gefinn.“

Nánar er fjallað um málið í Ráðstefnu- og fundablaðinu sem fylgdi Viðskiptablaðinu á dögunum. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.