*

Menning & listir 9. nóvember 2013

Söngleikur eftir plötu Alanis Morissette

Platan Jagged Little Pill eftir Alanis Morissette verður sett á svið á Broadway á næsta ári.

Hin sígilda plata Alanis Morissette, Jagged Little Pill, verður sett á svið í formi söngleiks á næsta ári, að því er kemur fram í frétt NME.

Söngleikurinn verður settur upp á Broadway í New York og í honum verða öll tólf lögin af plötunni leikin auk laga af öðrum plötum Morissette. Þá verða ný lög sérstaklega skrifuð fyrir söngleikinn.

Tom Kitt, sem sá um sviðsetninguna á American Idiot með Green Day, vinnur að verkefninu með Morissette. Í tilkynningu er haft eftir henni að söngleikurinn muni víkka út söguna sem sögð er á plötunni.

Stikkorð: Alanis Morissette  • Broadway