*

Menning & listir 21. nóvember 2012

Söngleikurinn Rocky slær í gegn

Sylvester Stallone og þekktir boxarabræður fjármagna söngleik um uppgang Rocky í Hamborg.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
 - jon@vb.is

Kvikmyndastjarnan Sylvester Stallone og hinir þekktu Klitscho-boxarabræður frá Úkraínu standa á bak við söngleikjaútgáfu af hnefaleikamyndinni Rocky. Söngleikurinn, sem heitir Rocky: Das Musical, var frumsýndur í TUI Operettenhaus í Hamborg í Þýskalandi á sunnudag. Hann hefur fengið glimrandi dóma í þýsku pressunni. 

Eins og menningarskríbentar breska dagblaðsins Guardian lýsa söngleiknum þá fylgir hann nokkuð vel söguþræði fyrstu myndarinnar um uppgang hnefaleikakappans Rocky Balboa sem gerði Stallone að stjörnu hvíta tjaldsins árið 1976. Í söngleiknum á heyra vinsæl lög úr myndinni á borð við Eye of the Tiger með hljómsveitinni Survivor.

Söngleikurinn var saminn á ensku en færður yfir á þýsku fyrir aðdáendur söngleikja í Hamborg. 

Þjóðverjar sólgnir í söngleiki

Öll umgjörð söngleiksins er stórglæsilegt en áhorfendur sitja umhverfis sviðið sem er hnefaleikahring þar sem hamagangurinn fer fram. Uppsetningin kostaði að sama skapi skildinginn, 15 milljónir dala, jafnvirði tæpra tveggja milljarða íslenskra króna, sem Stallone og Klitscho-bræður reiddu fram. Guardian segir íbúa Hamborgar sólgna í söngleiki nú um stundir en bæði söngleikurinn um ævintýri frumskógarkonungsins Tarzan og söngleikjaútgáfa af Lion King hafa gert það gott í borginni upp á síðkastið. Blaðið segir tekjur af sölu miða á söngleikina hafa numið hálfum milljarði evra, jafnvirði rakað inn hálfum milljarði evra, jafnvirði 81 milljarði íslenskra króna.

Stallone og Klitscho-bræðurnir var viðstaddur frumsýninguna í Hamborg á sunnudag. Hér að neðan má sjá myndskeið frá frumsýningunni og goðið sjálft.

Stikkorð: Rocky  • Sylvester Stallone