*

Tölvur & tækni 9. maí 2014

Sony býr til nýja tegund af segulböndum

Það væri ekki leiðinlegt að skella spólu með 47 milljón lögum í kassettutækið á bílnum áður en lagt er af stað í sumarfríið.

Japanska tæknifyrirtækið Sony og IBM hafa í sameiningu þróað nýja tegund af segulböndum sem geta geymt mun meira magn af upplýsingum en áður. Á bandinu er hægt að geyma 180 TB af gögnum. Það jafnast á við að 47,3 milljónum laga er troðið á eina kassettu eða sem svarar til þess að fylla 1.184 stykki af iPod Classc af tónlist. Hver spilar getur rúmað um 40.000 lög. 

Tæknifyrirtækið Fuji átti fyrra met, sem hljóðaði upp á 35 TB af gögnum á einni spólu. 

Bandaríska fréttastofan CNN, sem fjallar um málið, bendir reyndar á að þótt flestir tengi orðið kassettur við gömlu góðu spólurnar þá megi ekki skilja sem svo að hægt verði að endurnýta gamlar spólur. Þvert á móti er þetta ný tækni sem Sony og IBM hafa þróað. 

Stikkorð: Kassettur