*

Tölvur & tækni 21. febrúar 2013

Sony kynnir PS4 - en hvar er tölvan?

Forsvarsmenn Sony héldu tveggja klukkustunda kynningu á nýjustu leikjatölvu fyrirtækisins. Gestir á kynningunni voru þó litlu nær.

Japanska hátæknifyrirtækið Sony kynnti nýjustu leikjatölvuna Playstation 4 til sögunnar með viðhöfn í New York í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Blaðamaður bandaríska dagblaðsins New York Times segir kynninguna hafa staðið yfir í tvær klukkustundir þar sem farið var yfir það helsta sem prýði þessa nýju tölvu. Græjan sjálf var hins vegar aldrei sýnd gestum, aðeins nýjasta fjarstýringin sem fylgir henni. Þá voru hvorki gefnar upplýsingar um það hvenær leikjatölvan kemur á markað né hvað hún geti hugsanlega kostað. 

Erlendir tölvuspekúlantar velt því fyrir sér hvernig tölvan verði allt frá því sá orðrómur fór á kreik að ný leikjatölva væri í smíðum hjá Sony. Þeir hafa m.a. bent á að þegar forverinn, PlayStation 3, kom á markað árið 2006 hafi hún markað tímamót. Síðan þá hefur margt gerst í tæknigeiranum og þurfi sú nýja að standast tímans tönn. Eins og fram kom á kynningunni í gær þá geta vinir tengst hvor öðrum betur en áður, jafnvel komið til hjálpar ef svo ber undir og er þá fátt eitt nefnt. 

Stikkorð: PlayStation 4