*

Tölvur & tækni 9. júní 2014

Sony stærri en Nintendo

Playstation 4, sem Sony framleiðir, selst í mörgum milljónum eintaka.

Sony er orðið stærra fyrirtæki á tölvuleikjamarkaði en Nintendo, miðað við fjölda seldra leikjatölva. Sony seldi 18,7 milljónir tölva á síðasta rekstrarári sem lauk í mars en Nintendo seldi 16,3 milljónir. 

Þetta kemur fram á Nikkei viðskiptavefnum en BBC vísar til þeirra upplýsinga. Tölurnar voru birtar í aðdraganda að hluthafafundi hjá Nintendo. BBC segir að tölurnar komi ekki á óvart. Playstation 4, sem Sony framleiðir, er mest selda leikjatölvan á markaðnum í dag. 

Stikkorð: PlayStation 4