*

Sport & peningar 21. ágúst 2012

Soros fjárfestir í Manchester United

Hefur keypt hluti í félaginu fyrir um 43,4 milljónir dollara.

Fjárfestirinn George Soros, sem er einna frægastur fyrir að hafa fellt breska pundið, hefur keypt stóran hlut í knattspyrnufélaginu Manchester United. Félagið var skráð á markað í New York þann 10. ágúst þar sem 16,7 milljónir hluta voru skráðir. Fjárfestingarfélag Soros hefur nú keypt rúmlega 3 milljónir hluta af bréfunum fyrir um 43,4 milljónir dollara. Þetta kemur fram í skjölum bandaríska fjármálaeftirlitsins.

Eftir að United fór á markað á genginu 14 dollarar á hlut þá hefur gengi bréfanna lækkað og var í 13,06 við lokun markaðar í gær. Félagið er metið á um 2,3 milljarða dollara sem gerir það að verðmætasta félagi heims samkvæmt áætlunum Forbes.

 

Stikkorð: Manchester United  • Soros