*

Hitt og þetta 12. september 2006

Spáð að verð á flatskjám lækki

Því er spáð að verð á flatskjám haldi áfram að lækka en á síðasta ári lækkaði verð þeirra um 30% að meðaltali. Lækkun kristalstækja, svokallaðra LCD-skjáa, var enn meiri.

"Við eigum von á sömu lækkunum árið 2007," hefur Reuters fréttastofan eftir Young Chan Kim sölustjóra LG fyrirtækisins í S-Kóreu.

Talsmenn Sharp segjast einnig eiga von á töluverðri verðlækkun á skjám á næsta ári. Plasma-skjáir eru sem stendur ódýrari en LCD skjáir en því er spáð að verðmunur þeirar lækki.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is