*

Tölvur & tækni 2. janúar 2014

Spá því að samfélagsmiðlar verði mikilvægari en áður

Greiningarfyrirtækið Gartner hefur tekið saman það helsta sem má vænta í upplýsingatækni á árinu.

Samfélagsmiðlar munu gegn jafn miklu ef ekki mikilvægara hlutverki í lífi fólks á nýju ári og er stutt í að þeir verði viðurkenndir sem vinnutæki sem greiða fyrir samskiptum og samvinnu á vinnustöðum, að mati sérfræðinga greiningarfyrirtækisins Gartner. Þeir hafa gefið út yfirlit yfir það sem þeir telja að muni hafa mest áhrif á upplýsingatækni á nýju ári. Gartner setur samruna fjögurra nýjunga í upplýsingatækni í brennidepil. 

Snjalltækjum mun fjölga, netið verður ekki lengur aðeins notað til að tengja saman tölvur og farsíma heldur er farið að tengja saman skynjara, bíla og sjónvörp. Þá ráðleggur fyrirtækið Þá ráðleggja spámenn Gartner stjórnendum fyrirtækja að taka fullan þátt í skýjabyltingunni og mælir með að þau þrói sín einkaský svo þau geti tengst almennum skýjaþjónustum. 

Sérfræðingar Gartner spá því jafnframt að sala á þrívíddarprenturum verði mikil á næstu árum. 

Nánar má lesa um tæknispá Gartner á bloggi Arnars Pálssonar, forstöðumanns viðskiptaþróunar hjá Advania.

Stikkorð: Upplýsingatækni  • Gartner