*

Menning & listir 5. desember 2013

Spaðar hafa djammað í þrjátíu ár

Sigurður Valgeirsson segir tónlist Spaða hafa þróast úr blöndu af balkan- og gyðingatónlist, blús og kántrí í dægurtónlist og blús.

Bjarni Ólafsson

Hljómsveitin Spaðar efna til tónleika á Café Rosenberg á laugardaginn, en hljómsveitin varð þrítug fyrr í ár. Af því tilefni kom diskurinn Áfram með smjörið og á tónleikunum verða leikin lög af nýja disknum.

Sigurður G. Valgeirsson, upplýsingafulltrúi Fjármálaeftirlitsins og menningarrýnir, leikur á trommur með Spöðum og hefur gert frá því á níunda áratugnum.

„Ég hitti Guðmund Andra Thorsson, söngvara Spaða, í partíi árið 1986 að ég held. Ég var þá hættur í jazzbandi og hafði eiginlega ákveðið að hætta að spila, var m.a.s. búinn að selja trommusettið. Hann sannfærði mig hins vegar um að hætta við að hætta.“

Að sögn Sigurðar byrjuðu Spaðar á því að spila einhvers konar blöndu af balkan- og gyðingatónlist auk blús og kántrí. „Núna er þetta meira í áttina að gamaldags dægurlagatónlist og blús. Hins vegar er á disknum brimbrettalag, sem er nýlunda hjá okkur.“

Hér má sjá upptöku af balli Spaða á Nasa árið 2009.